Áfangalýsing:
Í þessum framhaldsáfanga í efnafræði verður byggt ofan á grunnatriði almennrar efnafræði. Helstu efnisatriði eru orka í efnahvörfum, virkjunarorka og hvarfhraði, efnajafnvægi, oxun-afoxun, hálfhvörf, oxunartölur, sýrur, basar og pH-gildi.
Forkröfur: EFNA2AE05
Markmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- orku í efnahvörfum, hvarfavarma, óreiðu og fríorku.
- hraða og gangi efnahvarfa.
- efnajafnvægi, jafnvægislögmálinu og jafnvægisföstum.
- efnafræði sýra og basa og jafnvægi hjá daufum sýrum og bösum.
- efnafræði lausna, jafnalausnum, títrunum og leysnimargfeldi.
- sjálfgengni efnahvarfa, Gibbs fríorku og tengslum hennar við jafnvægisfastann.
- Oxun-afoxun og rafefnafræði.
- jafnvægi í sýru-/basalausnum, sjálfjónun vatns, jafnvægisfastanum Kv og pH.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna með orkuhugtök og reikna út orkubreytingar í tengslum við efnahvörf.
- nota jafnvægisfasta og jafnvægisstyrki til útreikninga og nota reglu Le Châtelier.
- vinna með oxun og afoxun efna í tengslum við rafefnafræði.
- vinna með útreikninga tengda sýrum og bösum og reikna pH-gildi lausna.
- meðhöndla glervöru, efni og áhöld við tilraunir í efnafræði með eigin öryggi og annarra í huga.
- framkvæma verklegar æfingar, vinna úr niðurstöðum og skrifa skýrslur.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér
- takast á við frekar nám í efnafræði og öðrum raungreinum.
- meta hvort niðurstöður mælinga og útreikninga séu raunhæfar.
- gera sér grein fyrir samspili efnafræði, stærðfræði og annarra náttúrufræðigreina.
- tengja efnafræðina við umhverfi sitt og sjá notagildi hennar.
- skiptast á skoðunum við aðra um mælingar og niðurstöður og ræða og útskýra hugmyndir.
- viðhafa nákvæmni og skipuleg vinnubrögð við mælingar og tilraunavinnu sem og við gagnaúrvinnslu og skýrslugerð.
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu.