EFNA3LÍ05

Lífræn efnafræði

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga er nemandinn undirbúinn fyrir framhaldsnám í lífrænni efnafræði, lífefnafræði og nám á heilbrigðisvísindasviði. Áhersla er lögð á þekkingu á einkennum lífrænna efna og tengihæfni kolefnisfrumeindarinnar. Fjallað verður um helstu flokka lífrænna efna og veitt innsýn í nafnakerfi þeirra ásamt megingerðum lífrænna efnahvarfa.

 

Forkröfur: EFNA2AE05

 

 

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • byggingu helstu frumeinda (atóma) lífrænna efna og svigrúmum þeirra.
  • með hvaða hætti snúningur um tengi kolefnis er mögulegur.
  • helstu efnatengjum og hvaða þættir ráða mestu um lögun lífrænna sameinda.
  • flokkum ísómera og byggingaformúlum lífrænna efna.
  • mólekúltáknum.
  • aðalþáttum IUPAC nafnakerfisins.
  • eðlis- og efnaeiginleikum flokka lífrænna efna og einkennishópa þeirra.
  • myndun og niðurbrot algengustu efna úr hverjum flokki.
  • helstu gerðum efnahvarfa lífrænna efna.
  • eiginleikum sýra og basa.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nefna (IUPAC) og teikna byggingarformúlur helstu ísómera lífrænna efna.
  • lýsa svigrúmum helstu atóma lífrænna efna.
  • þekkja og lýsa algengustu tengjum kolefna.
  • nota mólekúltákn við lýsingu á efnahvörfum.
  • þekkja flokka lífrænna efna.

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • auka skilning sinn á efnafræðilegum viðfangsefnum og samtengingu þeirra við aðrar fræðigreinar.
  • umgangast lífræn efni, sýrur og basa af þekkingu og öryggi.
  • nýta sér eiginleika mismunandi flokka lífrænna efna á markvissan og skapandi hátt.
  • að þekkja dæmi um notkun mismunandi flokka lífrænna efna í landbúnaði, iðnaði, á heilbrigðissviði og á heimilinu.
  • takast á við frekara nám á sviði lífrænnar efnafræði, lífefnafræði og heilbrigðisvísinda.

 

Áfangakeðja í raungreinum