Lýsing: Grunnnám málm- og véltæknigreina veitir nemendum undirbúning til áframhaldandi náms í málm- og véltæknigreinum s.s. í stálsmíði, bifvélavirkjun og vélstjórn. Auk kjarnagreina taka nemendur faggreinar s.s. málmsuðu, málmsmíðar, rafmagnsfræði og vélstjórn.
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast.
Grunnnám málm- og véltæknigreina er eins árs nám og skilar nemendum hæfni á 2. þrepi. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á leiðsagnarmati og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín.
Námsframvinda: Námið er 74 einingar. Meðalnámstími er 1 ár.
Inntökuskilyrði á brautina: Að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast.
ALMENNAR GREINAR 26 EIN | ||||||||
Námsgrein | Skammstöfun | 1. ÞREP | 2. ÞREP | 3. ÞREP | ||||
Enska | ENSK | 2DM05 | 5 | |||||
Íslenska | ÍSLE | 2BR05 | 5 | |||||
Íþróttir | ÍÞRÓ | 1AL01 | 1LH01 | 1AL01 | 3 | |||
Náms- og starfsfræðsla | NÁSS | 1NN03 | 3 | |||||
Stærðfræði | STÆR | 2RU05 | 5 | |||||
Upplýsingatækni | UPPT | 1UV05 | 5 | |||||
Einingafjöldi | 26 | 11 | 15 | 0 | ||||
SÉRGREINAR 48 EIN | ||||||||
Námsgrein | Skammstöfun | 1. ÞREP | 2. ÞREP | 3. ÞREP | ||||
Grunnteikning | GRTE | 1FF05 | 1FÚ05 | 10 | ||||
Hlífðargassuða | HLGS | 2MT05 | 5 | |||||
Logsuða | LOGS | 1PS03 | 3 | |||||
Nýsköpun í Fab lab | NÝSK | 1FA05 | 5 | |||||
Rafmagnsfræði | RAFM | 1HL05 | 5 | |||||
Smíðar | SMÍÐ | 1HN05 | 1NH05 | 10 | ||||
Vélstjórn | VÉLS | 1GV05 | 2KB05 | 5 | 5 | |||
Einingafjöldi | 48 | 38 | 10 | 0 |