Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði inn í MÍ

Allir sem hafa áhuga á framhaldsskólanámi eru velkomnir í Menntaskólann á Ísafirði. Námsbrautir skólans eru bóknámsbrautir, starfs- og verknámsbrautir, lista- og nýsköpunarbraut og sérnámsbraut (starfsbraut). Inntökuskilyrði eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast.

 

 

Lista- og nýsköpunarbraut 

Til að hefja nám á brautinni þurfa nemendur að hafa lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast.

 

Brautir til stúdentsprófs

Til að hefja nám á brautum til stúdentsprófs þarf umsækjandi að hafa lokið grunnskóla með C eða betri einkunn í ensku, íslensku og stærðfræði.

 

Verk- og stafsnámsbrautir

Til að hefja nám á verk- og starfsnámsbrautum þurfa nemendur að hafa lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast.

 

Sérnámsbraut (starfsbraut)

Sérnámsbraut (starfsbraut) er ætluð nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla.

 

Almennt gildir um röðun í áfanga í kjarnagreinum (ensku, íslensku og stærðfræði):

D Undirbúningsáfangi í samráði við námsráðgjafa og stjórnendur
C og C+ Áfangi á 1. þrepi
B, B+ og A                Áfangi á 2. þrepi