ÍSLE3SK05

Íslenska - skáldsögur

Áfangalýsing:

Í áfanganum kynnast nemendur íslenskum skáldsögum. Þeir fá einnig þjálfun í greiningu þeirra og lesa jafnframt ýmsar fræðigreinar um bókmenntir. Nemendur gera einnig grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega.

 

Forkröfur: ÍSLE2BR05 og ÍSLE2MG05

 

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þróunarsögu íslenskra skáldsagna og smásagna.
  • helstu bókmenntafræðilegum hugtökum sem tengjast skáldsögum og smásögum.
  • vinnubrögðum sem viðhöfð eru í rannsóknarritgerðum.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • fjalla af skilningi og þekkingu um íslenskar skáldsögur og smásögur.
  • vinna einn og/eða í hópi undir leiðsögn kennara að kynningum sem fela í sér greiningu texta og upplýsingaöflun.
  • nýta tölvutækni til að ganga frá textum til verkefnaskila.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • greina, meta og tjá sig um bókmenntaverk af þekkingu, víðsýni, ábyrgð og virðingu.
  • njóta þess að lesa bókmenntaverk.
  • vinna verkefni af nákvæmni og með því að beita sjálfstæðum vinnubrögðum.

 

Áfangakeðja í íslensku