Íslenskubraut

Lýsing: Á brautinni er lögð áhersla á nám fyrir nemendur með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Í náminu er leitast við að þjálfa nemendur í íslensku máli, sem og menningarfærni, og með því stuðla að félagslegri vellíðan nemandans. Markmið námsins felur í sér að nýja tungumálið sé lykill að íslensku samfélagi, íslensku skólastarfi, íslensku atvinnuumhverfi og brúi ólíka menningarheima. Með námi á brautinni er stefnt að því að nemendur verði sem best í stakk búnir til að taka virkan þátt í íslensku, lýðræðislegu þjóðfélagi. Því er lögð áhersla á að námsþættirnir snerti persónulega færni, félagslega færni og að lokum starfsfærni eftir því sem framast er unnt. Brautin veitir ekki eiginleg réttindi, en með námi á brautinni er nemendum gert kleift að auka möguleika sína til náms og starfa í íslensku samfélagi. Eitt af lokamarkmiðum námsins er að opna möguleika nemenda á frekara námi við íslenska framhaldsskóla. 

 

Námsframvinda: Að námi loknu geta nemendur útskrifast með 52 einingar eða innritast í annað skilgreint nám á framhaldsskólastigi. Auk íslenskuáfanga eru áfangar í náms- og starfsfræðslu, matreiðslu, upplýsingatækni og áfangar í verkgreinum með það að markmiði að nemendur kynnist öðrum greinum sem kenndar eru í skólanum. Þeir nemendur sem hafa góðan grunn í ensku og/eða stærðfræði eiga möguleika á sækja almenna áfanga í þeim greinum. Allt nám á brautinni er hugsað til undirbúnings fyrir frekara nám á framhaldsskólastigi. 

 

Inntökuskilyrði á brautina: Námsbrautin er opin öllum nemendum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn sem náð hafa framhaldsskólaaldri. 

  

ALMENNUR KJARNI 42 ein              
Námsgrein Skammstöfun         1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Íslenska sem annað mál ÍSAN 1AA05 1AB05 1GR05 1LM05 20    
Íslenska - Menning og daglegt mál ÍSAN 1MA03 1MB03     6    
Íslenskuver ÍSAN 1ÍV02       2    
Matreiðsla MATR 1AM02 1HO02     4    
Upplýsingatækni UPPT 1UV03       3    
Íþróttir ÍÞRÓ 1AL01 1AL01     2    
Náms- og starfsfræðsla NÁSS 1NN03       3    
Einingafjöldi 42         42    
Bundið áfangaval 10 ein               
Námsgrein Skammstöfun         1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Hönnun og blönduð tækni HÖNN 1BL05       5    
Sjónlistir SJÓN 1LF05       5    
Nýsköpun í fablab NÝSK 1FA05        5    
Stálsmíði SMÍÐ 1NH05        5    
Einingafjöldi 10