Áfangalýsing:
Áfanginn tekur mið af heimildaöflun og rannsóknarvinnu á ýmis konar starfsemi sem tengist líffræði. Lögð er áhersla á að nemandi samþætti þá þekkingu og færni sem hann hefur tileinkað sér í LÍFF2LE05 og öðrum líffræðitengdum áföngum til að skoða og greina starfsemi á vettvangi og gera eigin rannsókn. Meginmarkmið áfangans er að brjóta niður veggi milli fyrri áfanga, rifja upp efni þeirra og setja í nýtt samhengi eða til að afla nýrrar þekkingar á vandaðan hátt. Lykilhugtök áfangans tengjast vísindalæsi og sjálfbærni, í einstaklings og hópvinnu með vandaðri heimildaskráningu. Nemendur skrifa skýrslu um rannsóknir og kynna niðurstöður eigin rannsókna m.a. með veggspjaldi eða fyrirlestri á líffræðiráðstefnu í lok annar. Nemendur velja efnisþætti í samráði við kennara hverju sinni. Sjálfstæð vinnubrögð nemenda eru í fyrirrúmi með leiðsögn frá kennara.
Forkröfur: LÍFF2LE05
Markmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- vísindalegum vinnubrögðum.
- mismunandi heimildum og mikilvægi ritrýndrar þekkingar.
- sjálfbærni.
- sérhæfðum orðaforða á íslenskri og enskri tungu á sviðum líffræðinnar.
- sérhæfðri rannsóknarvinnu fræðigreinarinnar líffræði.
- mismunandi aðferðum við kynningu rannsókna.
- mikilvægi þess að birta niðurstöður rannsókna.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- þekkja vísindaleg vinnubrögð.
- finna og nota viðurkenndar heimildir um líffræðileg efni.
- meta sjálfbærni á ýmsum sérhæfðum sviðum líffræðinnar.
- tjá skoðanir sínar viðfangsefnum á greinargóðan hátt, draga ályktanir og rökstyðja í fræðilegu samhengi.
- greina líffræðilega þætti í starfsemi stofnana og fyrirtækja og að meta sjálfbærni þeirra.
- safna upplýsingum af mismunandi fræðasviðum líffræðinnar og finna samsvörun milli þeirra.
- skrifa skýrslur um margvíslega líffræðilega starfsemi.
- skipuleggja rannsóknarverkefni.
- framkvæma rannsókn samkvæmt skipulagi.
- vinna úr niðurstöðum rannsóknar með myndritum og myndum.
- setja fram og kynna rannsóknarniðurstöður.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- beita vísindalegum rannsóknaraðferðum í eigin rannsóknum.
- auka skilning sinn á fjölbreytileika líffræðilegra viðfangsefna og hvernig þau tengjast.
- stuðlað að sjálfbærni í margs konar verkefnum.
- finna og nota viðurkenndar heimildir um líffræðileg efni til úrvinnslu eða miðlunar.
- draga ályktanir af rannsóknarniðurstöðum og rökstyðja þau út frá mæligögnum og heimildum.
- kynna sér rannsóknir sem aðrir hafa gert og nýta þær í eigin rannsóknarvinnu.
- birta og kynna niðurstöður eigin rannsókna á fjölbreyttan hátt.l
- lesa vísindagreinar til fróðleiks og sem hluta af framhaldsnámi í greininni.