Áfangalýsing:
Markmið áfangans er að nemandinn geri sér grein fyrir eðli þeirra þátta sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Áfanganum er skipt upp í sex lotur þar sem nemendur kynnast og vinna heildrænt með menningarsamhengið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þeir skoða alla þætti listalífsins, myndlist, handverk, hönnun, tónlist, dans og leiklist, hvern í samhengi við annan og við félagslegt og heimspekilegt umhverfi. Vinna í áfanganum fer að mestu fram í hópum þar sem hver hópur tekur fyrir ákveðna þætti menningarinnar, leitar heimilda, vinnur úr þeim og kynnir að lokum fyrir öðrum nemendum. Áfanginn kallar á kennsluhætti þar sem nemendur eru virkir og sjálfstæðir í þekkingarleit.
Forkröfur: HUGN1HN05
Markmið:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- listum og menningu samtímans.
- helstu listfræðilegu aðferðum og hugtökum mismunandi listgreina.
- helstu einkennum, aðferðum og efnisnotkun mismunandi listgreina.
- mikilvægi allrar listsköpunar í samfélaginu.
- staðsetningu og hlutverki lista- og menningarsetra samfélagsins.
- listrænum menningararfi í íslensku samfélagi að skipuleggja einstök verkefni þar sem sótt er í margs konar listform og samþættingu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- njóta lista og skapandi starfs í margvíslegu formi.
- horfa á sköpun, myndlist og hönnun með opnum huga.
- vera læs á menningu samtímans og þá möguleika sem í boði eru.
- tileinka sér færni til að skynja, greina og meta list út frá eigin forsendum og annarra.
- skipuleggja einstök verkefni þar sem sótt er í margs konar listform og samþættingu.
- vera þátttakandi í listrænum viðburðum.
- að tjá sig á fjölbreyttan hátt um listir og menningu.
- greina og túlka listaverk
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta fjallað um hugmyndir og verk annarra á gagnrýninn og skapandi hátt.
- geta fjallað um list og menningu samtímans út frá eigin forsendum og annarra.
- vera læs á gildi menningar í nútímasamfélagi.