Lýsing: Á brautinni er lögð áhersla á gott almennt nám. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi, t.d. á sviði lista, íþrótta, verklegra greina eða sérhæfingar í ákveðnum greinum. Nemendum á íþróttasviði er ráðlagt að kynna sér vel inntökuskilyrði viðtökuskóla (háskóla). Nauðsynlegt getur reynst að bæta við einingum/áföngum í bundnu áfangavali í einstöku greinum til að uppfylla þau.
Námsframvinda: Lágmarkseiningafjöldi er 200 einingar. Meðalnámstími er 3-4 ár. Nemandi sem hyggst ljúka námi á þremur árum þarf að jafnaði að ljúka um 67 einingum á hverju skólaári.
Inntökuskilyrði á brautina: Að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast.
Námslínur: Nemendur velja tvær línur, 20 einingar hvor, auk frjáls vals.
ALMENNUR KJARNI 95 ein | ||||||||||
Námsgrein | Skammstöfun | 1. ÞREP | 2. ÞREP | 3. ÞREP | ||||||
Danska | DANS | 2BF05 | 5 | |||||||
Enska | ENSK | 2DM05 | 2RR05 | 3HO05 | 10 | 5 | ||||
Hugmyndir og nýsköpun | HUGN | 1HN05 | 5 | |||||||
Inngangur að félagsvísindum | FÉLV | 1IF05 | 5 | |||||||
Inngangur að náttúruvísindum | NÁTV | 1IN05 | 5 | |||||||
Íslenska | ÍSLE | 2BR05 | 2MG05 | 3SB05 | 3XX05* | 10 | 10 | |||
Jafnréttis- og kynjafræði | JAFN | 1JK05 | 5 | |||||||
Lokaverkefni | LOKA | 3VE02 | 2 | |||||||
Náms- og starfsfræðsla | NÁSS | 1NN03 | 3 | |||||||
Saga | SAGA | 2FR05 | 2MÍ05 | 10 | ||||||
Stærðfræði | STÆR | 2GS05 | 2LT05 | 10 | ||||||
Umhverfis- og átthagafræði | UMÁT | 3UN05 | 5 | |||||||
Upplýsingatækni- og vefsíðugerð | UPPT | 1UV05 | 5 | |||||||
Einingafjöldi | 95 ein | 28 | 45 | 22 | ||||||
ÍÞRÓTTASVIÐSKJARNI 30 ein | ||||||||||
Námsgrein | Skammstöfun | 1. ÞREP | 2. ÞREP | 3. ÞREP | ||||||
Íþróttasviðsáfangi | heiti íþróttagreinar | 1NÆ05 | 1AU05 | 2ÞJ05 | 2UÞ05 | 3HG05 | 3ÍS05 | 10 | 10 | 10 |
Einingafjöldi | 30 | 10 | 10 | 10 | ||||||
ÞRIÐJA TUNGUMÁL 15 ein | ||||||||||
Námsgrein | Skammstöfun | 1. ÞREP | 2. ÞREP | 3. ÞREP | ||||||
Franska | FRAN | 1AG05 | 1AF05 | 1AU05 | 15 | |||||
eða þýska | ÞÝSK | 1AG05 | 1AF05 | 1BG05 | 15 | |||||
Einingafjöldi | 15 | 15 | ||||||||
VAL 60 ein, þar af 40 einingar á 2 línum | ||||||||||
Námslínur | Námgreinar | |||||||||
Efna- og eðlisfræðilína |
Eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði |
|||||||||
Félagsvísindalína |
Félagsfræði, heimspeki, sálfræði, uppeldisfræði |
|||||||||
Hugvísindalína |
Íslenska, listir og menning, saga |
|||||||||
Listalína |
Hönnun, kvikmyndagerð, leiklist, ljósmyndun, myndlist, sjónlistir, teikning |
|||||||||
Náttúruvísindalína |
Jarðfræði, líffræði, náttúrufræði, |
|||||||||
Nýskönunar- og frumkvöðlalína |
Hönnun, ljósmyndun, Fab lab, viðskiptalögfræði |
|||||||||
Stærðfræðilína |
Stærðfræði |
|||||||||
Tónlistarlína |
Tónlistarnám í tónlistarskóla |
|||||||||
Tungumálalína |
Danska, enska, franska, spænska, þýska |
|||||||||
Viðskiptalína |
Bókfærsla, fjármálalæsi, rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði, lögfræði |
|||||||||
Verknámslína |
Hár- og snyrtigreinar, húsasmíði, málmiðngreinar, vélstjórn, skipstjórn |
|||||||||
Starfsnámslína |
Sjúkraliðanám |
|||||||||
Einingafjöldi | 60 | |||||||||
Hámark ein á 1. þrepi 33% eða 66 ein. | ||||||||||
Hámark ein á 2. þrepi 50% eða 100 ein. | ||||||||||
Lágmark ein á 3. þrepi 22,5% eða 45 ein. |
Skipulag
Námið á brautinni skiptist í almennan kjarna, þriðja tungumál, brautarkjarna og frjálst val. Við valið þurfa nemendur að huga að þrepaskiptingu aðalnámskrár sé fullnægt. Nemendur skipuleggi valið í samráði við náms- og starfsráðgjafa í samræmi við framtíðaráætlanir.
* valáfangi í íslensku á 3. þrepi