Reglur um námsframvindu
- Að jafnaði skal nemandi sem er í fullu námi vera skráður í 25-33 einingar á önn.
- Fyrstu þrjár vikur annar á nemandi þess kost að breyta stundatöflu sinni án þess að úrsagnir séu skráðar. Eftir það eru úrsagnir skráðar í námsferil nemenda og fær nemandi sem hættir í áfanga skráð fall í námsferil.
- Nemandi skal ljúka a.m.k. 15 einingum á önn eða 30 einingum á hverjum tveimur önnum. Skólanum er ekki skylt að endurinnrita nemanda hafi hann ekki náð lágmarkseiningafjölda á tveimur önnum í röð.
- Nemanda er heimilt að sitja sama áfangann þrisvar sinnum.
- Einkunnir í framhaldsskólum eru gefnar í heilum tölum frá 1 til 10. Til að standast lokamat þarf lágmarkseinkunn 5. Þó er nemanda heimilt að útskrifast með einkunnina 4 ef um lokaáfanga eða stakan áfanga er að ræða. Fyrir áfanga sem lokið er með 4 í einkunn eru ekki gefnar einingar.