Sjúkraliðabraut

Sjúkraliðanám

Menntaskólinn á Ísafirði, sem aðildarskóli að Fjarmenntaskólanum, býður upp á nám á sjúkraliðabraut. Námið er í umsjón Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólans á Ísafirði.

Lýsing: Tilgangur sjúkraliðanáms er að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir mikið á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis

Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar. Nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar er bæði bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsnám á heilbrigðisstofnunum.

Námsframvinda: Námið er 204 einingar. Meðalnámstími er 3 ár, þar af 5 annir í skóla.

Inntökuskilyrði á brautina: Að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Nemendur þurfa að vera orðnir 18 ára til að hefja vinnustaðanám.

Námsfyrirkomulag: Námið er kennt í dreif- og fjarnámi. Staðlota er í HJVG1G05 og LÍBE1LB01. Aðrir áfangar eru kenndir í fjarnámi.

Vinnustaðanám: Vinnustaðanám fer fram á heilbrigðistofnunum. Fyrri starfsreynsla er ekki metin til skerðingar á vinnustaðanámi.
* Til að hefja vinnustaðanám verða nemendur að vera orðnir lögráða, þ.e.a.s. náð 18 ára aldri og miðað er við afmælisdag.
** Heilbrigðisstofnanir gera þá kröfu að nemendur hafi náð 18 ára aldri áður en þeir hefja vinnustaðanám.

Starfsþjálfun: Skóli má ekki útskrifa nemendur nema nemandinn hafi farið í starfsþjálfun. Starfsþjálfunin er samtals 27 einingar og þarf nemandi að hafa tekið 80 vaktir í 60 – 100% vinnu á að minnsta kosti tveimur deildum eða tveimur stöðum. Skipta má starfsþjálfun í tvö til þrjú tímabil. Nemandi er á launum á meðan á starfsþjálfun stendur.

Nemandi þarf sjálfur að útvega sér starfsþjálfunarpláss (sækja um starfsþjálfunarpláss á heilbrigðisstofnun) en umsjónaraðili sjúkraliðanáms þarf að samþykkja námsstaðinn áður en starfsþjálfunin hefst.

Að loknu námi í starfsþjálfun þarf skólinn að fá í hendur staðfestingu á að nemandi hafi tekið starfþjálfunina og umsögn um nemandann. Hluta starfsþjálfunar (30 – 40) vaktir má nemandi byrja að taka eftir að hafa lokið VINN2SL08 og HJÚK2HM05 og HJÚK2TV05.

Starfsþjálfun fæst ekki metin nema hjá nemendum sem hafa unnið í 5 ár eða lengur í a.m.k. 60% samfelldu starfi við umönnunarstörf. Þeir nemendur geta fengið 20 vaktir metnar. Nemendur sem fá vaktir metnar þurfa samt sem áður að vera í starfsþjálfun á tveimur til þremur stöðum.

Raunfærnimat: Einstaklingar sem hafa náð 23 ára aldri og hafa a.m.k. 3 ára starfsreynslu í heilbrigðisgeiranum hafa möguleika á að fara í raunfærnimat. Einstaklingar sem hafa útskrifast úr framhaldsskóla þurfa að greiða fyrir matið sjálfir. Eftirtalda áfanga er hægt að fá metna í raunfærnimatinu: HBFR1HH05 (heilbrigðisfræði), HJVG1VG05 (hjúkrun verkleg), NÆRI2GR05 (næringafræði) og SASK2SS05 (samskipti.

Brautaruppsetning á www.namskra.is

Rafræn ferilbók - skráning

 

KJARNI 40 EIN
Námsgrein Skammstöfun             1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Danska DANS 2BF05               
Enska ENSK 2DM05  2RR05   3HO05         10  5
Félagsvísindi FÉLV 1IF05              
Íslenska ÍSLE 2BR05 2MG05            10  
Íþróttir ÍÞRÓ 1HH01 1LH01 3 fein*        5    
Náms- og starfsfræðsla NÁSS 1NN03  + 3ein          6    
Náttúruvísindi NÁTV 1IF05           5    
Stærðfræði (velja annað hvort) STÆR 2GF05 2RU05            5  
Einingafjöldi 55             21 30 5
KJARNI 164 EIN                
Heilbrigðisfræði HBFR 1HH05           5    
Hjúkrun HJÚK 1AG05 2HM05 2TV05 3FG05 3LO03 3ÖH05 5 10 13
Hjúkrun verkl. HJVG 1VG05           5    
Líffæra- og lífeðlisfræði LÍOL 2SS05 2IL05            10  
Líkamsbeiting LÍBE 1HB01           1    
Lyfjafræði LYFJ 2LS05             5  
Næringafræði NÆRI 1NN05           5    
Samskipti SASK 2SS05              
Sálfræði SÁLF 2IS05 3ÞR05           5 5
Siðfræði SIÐF 2SF05             5  
Sjúkdómafræði SJÚK 2GH05 2MS05           10  
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01             1  
Starfsþjálfun sjúkraliða STAF 3ÞJ27               27
Sýklafræði SÝKL 2SS05             5  
Upplýsingalæsi á tölvur og sjúkaskrár UPPÆ 1SR05           5    
Verknám sjúkraliða VINN 2LS08 3GH08 3ÖH08           24
Einingafjöldi 151             26 56 69
 
Einingar á 1. þrepi 22%.   
Einingar á 2. þrepi 46%.   
Einingar á 3. þrepi 32%.   


*ÍÞRÓ1AL01/ÍÞRÓ1HH01/ÍÞRÓ1SÉ01