Skipstjórn A

Skipstjórn A (réttindi að 24 metrum)

Næsti dreifnámshópur fer af stað í ágúst 2025 með fyrirvara um þátttöku.

Lýsing: Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu, færni og hæfni sem krafist er til skipstjórnarréttinda á skipum styttri en 24 metrar. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun.

Námsframvinda: Námið er 65 einingar. Meðalnámstími er 1½ ár.

Inntökuskilyrði á brautina: Að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast.

Námsfyrirkomulag: Námið er kennt í dreifnámi. Dreifnám fer fram í staðlotum á föstudögum og laugardögum, þrisvar til fjórum sinnum yfir önnina. Innritunar- og skólagjöld í dreifnámi eru 15.000 kr og einingagjald er 2.200 kr á hverja einingu.

Brautaruppsetning á www.namskra.is

SKIPSTJÓRNARGREINAR (65 EIN)
Námsgrein Skammstöfun         1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Aflameðferð og vinnsla AFLA 1SA04       4    
Fjarskipti skipa FJARS 2SA04         4  
Heilbrigðisfræði HBFR 1SA03        3    
Hönnun skipa HÖSK 2SA04         4  
Siglingafræði SIGF 2SA04 3SA05       4 5
Siglingahermir SAML 3SA04           4
Siglinga- og fiskleitartæki SIGT 2SA04         4  
Sjóvinna og sjómennska SJÓM 2SA03         3  
Sjóréttur SJÓR 2SA04         4  
Siglingareglur og skipstjórn SRSK 2SA05         5  
Stöðugleiki skipa STÖL 2SA04 2SA05       9  
Umhverfisfræði UMHV 2SA04         4  
Veðurfræði VEÐU 2SA04         4  
Veiðitækni og sjávarútvegur VETS 2SA04         4  
Einingafjöldi 65         7 49 9