Skipstjórn B

Skipstjórn B (réttindi að 45 metrum)

Næsti dreifnámshópur fer af stað í ágúst 2026.

Lýsing: Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu, færni og hæfni sem krafist er til skipstjórnarréttinda á fiskiskipum styttri en 45 metrar í innanlandssiglingum og á flutninga- og farþegaskipum að 500 BT í strandsiglingum. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma, starfsþjálfun og öryggisfræðslu .

Námsframvinda: Námið er er 68 einingar. Meðalnámstími er 1 ár.

Inntökuskilyrði á brautina: Að nemendur hafi lokið eða séu að ljúka skipstjórnarnámi A.

Námsfyrirkomulag: Námið er kennt í dreifnámi. Dreifnám fer fram í staðlotum á föstudögum og laugardögum. Innritunar- og skólagjöld í dreifnámi eru 15.000 kr og einingagjald er 2.200 kr á hverja einingu.

Brautaruppsetning á www.namskra.is

 

ALMENNUR GREINAR (43 EIN)       
Námsgrein Skammstöfun         1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Enska ENSK 2DM05 2RR05       10  
Lífsleikni LÍFS 1GR05       5    
Íslenska ÍSLE 2BR05 2MG05       10  
Íþróttir ÍÞRÓ 1AL01 1LH01 2 fein*    4    
Náms- og starfsfræðsla NÁSS 1NN03       3    
Skyndihjálp SKYN 1SK01       1    
Stærðfræði  STÆR 2GS05 2RU05       10  
Einingafjöldi 43         13
30 0
FAGGREINAR (25 EIN)       
Námsgrein Skammstöfun         1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Eðlisfræði EÐLI 2AF05         5  
Siglinga- og fiskleitartæki SIGT 2SB04         4  
Sjóvinna og sjómennska SJÓM 2SB03         3  
Stjórnun STJR 2SB04         4  
Stöðugleiki skipa STÖL 3SB04           4
Vélstjórn (vélavörður smáskipa) VÉLS 1GV05       5    
Einingafjöldi 25          5 16 4


*ÍÞRÓ1AL01/ÍÞRÓ1HH01/ÍÞRÓ1SÉ01