Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur skipað skólanefnd við Menntaskólann á Ísafirði. Skipunin gildir til fjögurra ára frá 8. júlí 2022 að telja. Nefndina skipa:
Aðalmenn:
Gauti Geirsson
Karl Kristján Ásgeirsson
Kristján Óskar Ásvaldsson
Sædís Ólöf Þórsdóttir
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, formaður
Varamenn:
Andrea Gylfadóttir
Einar Óskar Sigurðsson
Jóna Guðmunda Hreinsdóttir
Lilja Sigurðardóttir
Örn Elías Guðmundsson
Áheyrnarfulltrúar:
Fulltrúi kennara - Sigríður Gísladóttir
Varamaður - Margrét Skúladóttir
Fulltrúi nemenda - Unnur Guðfinna Daníelsdóttir formaður NMÍ
Fulltrúi foreldraráðs - María Lárusdóttir
Framkvæmdastjóri skólanefndar er Heiðrún Tryggvadóttir skólameistari.
Ritari skólanefndar er Dóróthea Margrét Einarsdóttir aðstoðarskólameistari.
Verksvið skólanefndar fer eftir lögum um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 sem er eftirfarandi:
5. gr. Skólanefndir.
- Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnenfdur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsis og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
- Hlutverk skólanefndar er að:
- marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf,
- vera skólameistara til samráðs um námsframboð skóla,
- staðfesta skólanámskrá að fenginni umsögn almenns skólafundar og fylgjast með framkvæmd hennar,
- veita skólameistara umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með framkvæmd hennar,
- vera skólameistara til samráðs um fjárhæð þeirra gjalda sem skólameistari ákveður skv. 45. gr.,
- vera skólameistara til samráðs um samninga sem skólinn gerir,
- vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál,
- veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara.
(af vef Alþingis 31. janúar 2018, flettið upp á vef til að tryggja nýjustu útgáfu laganna).