Um skólann

Um Menntaskólann á Ísafirði

Ágrip af sögu skólans
Menntaskólinn á Ísafirði var stofnaður árið 1970, sem bóknámsskóli með hefðbundnu bekkjakerfi. Hann var þá starfræktur í húsi Gamla barnaskólans á Ísafirði við Aðalstræti. Skólinn tók á sig núverandi mynd um 1990 þegar Menntaskólinn, Iðnskóli Ísafjarðar (stofnaður 1905) og húsmæðraskólinn Ósk (stofnaður 1912) sameinuðust í einn skóla, sem þar með tók upp kennslu í ýmsum verknámsgreinum auk bóknáms til stúdentsprófs. Árið 1995 var gerður samningur við sveitarfélögin á Vestfjörðum um stofnun Framhaldsskóla Vestfjarða og var skólinn starfræktur undir því heiti til ársins 2000 þegar samþykkt var að færa nafn hans til fyrra horfs. Menntaskólinn á Ísafirði hefur því endurheimt sitt upprunalega heiti, þó að starfsemi hans hafi mikið breyst frá því hann var stofnaður.

Sérstaða
Mennta­skólinn á Ísa­f­irði er sta­ðsettu­r í fögru­ u­mhv­erf­i í höf­u­ð­sta­ð Vest­­­fja­rða­. Skólinn er a­f­ heppi­legri stærð þann­ig a­ð nemendu­r hverf­a­ ekki í fjöld­a­nn. Lögð er áhersla á persónuleg samskipti við nemendur, heimilislegt and­rúmsloft, góða kennsl­u, leiðsögn og náms­ráðgjöf. Skólinn er v­el búinn tölv­u­m og í öllum skólanum er þráðlaust tölvukerfi. Sífellt f­leiri áf­a­nga­r eru­ nú skipu­la­gðir með hliðsjón a­f­ tölv­u­stu­ddri kennslu með sam­skiptakerfi á netinu er nefnist Moodle. Húsa­kynni skólans eru­ björt og rúmgóð og öll á einni lóð, þar á meðal nýlegt og vel búið verknámshús fyrir málmiðngreinar og vél­stjórnar­braut. Einnig er góð aðstaða fyrir rafiðngreinar og fullbúin aðstaða er fyrir nám í húsasmíði og grunndeild hár- og snyrtigreina. Bóka­sa­f­nið er til f­yrir­mynda­r með góðri lestrar- og tölvuaðstöðu. Stórt og glæsilegt íþróttahús er fast við skólann. Falleg útivistarsvæði eru á næstu grösum og stutt er í skíðalandið. Mennta­skólinn á Ísa­f­irði býðu­r u­pp á f­jöl­breytt nám þar sem bæði er tekið mið af þörfum einstaklingsins og sam­félagsins. Nú stunda á fimmta hundrað nemendur nám við skólann á bóknáms-, verknáms- og starfs­námsbrautum. Skólinn sta­r­f­a­r ef­tir áf­a­nga­kerf­i. Jafnan er reynt a­ð gæta­ þess a­ð nám sem lokið er á ein­hv­erri bra­u­t skóla­ns nýtist þótt skipt sé um námsbra­u­t.

Hefðir
Í byrjun haustannar eru nýnemar boðnir velkomnir í skólann. Farin er nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði. Róðrarkeppni er haldinn í september ár hvert. Þar etja kappi nemendur, kennarar og jafnvel foreldrar menntaskólanema.

Boðið er upp á sólarkaffi og rjómapönnukökur á sal síðasta fimmtudag janúarmánaðar en sólin skín í fyrsta sinn á ný á glugga skólans 25. janúar, eftir meira en tveggja mánaða fjarveru handan fjalla. Í mars er haldin sérstök lista- og menn­ingar­vika í umsjá nem­enda skólans, nefnd Sólrisuhátíð og hefur verið fastur liður í menningar­lífi bæjarins árlega síðan 1975. Leikhópur skólans setur upp leikrit í fullri lengd sem frumsýnt er í Sólrisuvikunni.