Heimavist MÍ

Heimavist Menntaskólans á Ísafirði er áföst bóknámshúsinu og í sömu byggingu er jafnframt mötuneyti skólans. Á heimavistinni eru 33 einstaklingsherbergi með sturtu og snyrtingu, þar af nokkur sem geta verið tveggja manna. Vistarbúum er skylt að vera í mötuneyti skólans og fara eftir gildandi heimavistarreglum. 

Heimavistarreglur MÍ 

 

Opnun og lokun heimavistar skólaárið 2024-2025:

  • Á haustönn 2024 opnar heimavistin þann 18. ágúst og lokar þann 16. desember.
  • Á vorönn 2025 opnar heimavistin 5. janúar og lokar 19. maí.
  • Heimavistin er lokuð í jóla- og páskafríi.

 

 

Gjaldskrá mötuneytis og heimavistar:

Mötuneyti:

  • Mötuneytisgjald er 51.700 kr. á mánuði fyrir morgunverð og 5 heitar máltíðir á virkum dögum í hádegi og á kvöldin.
  • Matarkort fyrir aðra nemendur en vistarbúa kosta á haustönn 2024:
    Annarkort kr. 106.400
    • 20. ágúst - 13. desember.
    • Ekki er matur 17., 18., 21. og 22. október vegna langrar helgi.
    • Hægt er að skipta greiðslu í fjóra hluta.
  • Tíu máltíða kort kr. 14.000
  • Stök máltíð kr. 1.540

 * Mötuneytisverð er endurskoðað fyrir hvert skólaár með tilliti til vísitölubreytinga

 

 

Heimavist:

  • Húsaleiga á heimavist fer eftir stærð og gæðum herbergja og er á bilinu 52.800-60.500 kr.
  • Gerður er húsaleigusamningur við heimavistarbúa og heimavistarbúar geta sótt um húsaleigubætur til lækkunar á húsnæðiskostnaði.
  • Þráðlaust net er um alla vistina.
  • Fastanúmer heimavistar er 212-0729.

 

Heimavist - önnur gjöld: 

Herbergi í lotunámi 1 nótt, svefnpokapláss 4.500

Herbergi í lotunámi 3 nætur, svefnpokapláss 11.000

Herbergi í lotunámi 10 nætur, svefnpokapláss 27.500

Herbergi í lotunámi 15 nætur, svefnpokapláss 38.500

Herbergi gestir, uppábúið, per nótt 10.000