Náms- og starfsráðgjöf Menntaskólans á Ísafirði
Námsráðgjafi MÍ
Erna Sigrún Jónsdóttir - erna@misa.is
Hægt er að bóka tíma rafrænt:
Hlutverk námsráðgjafa Menntaskólans á Ísafirði er að standa vörð um velferð nemenda og veita nemendum aðstoð í málum sem tengjast námi, náms- og starfsvali og persónulegum málum.
Námsráðgjafi er málsvari og trúnaðarmaður nemenda og er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra.
Nemendur, foreldrar/forráðamenn og kennarar geta leitað til námsráðgjafa og fengið ráðgjöf og aðstoð við ýmis mál.
Námsráðgjafi
- veitir upplýsingar um uppbyggingu náms í MÍ
- veitir ráðgjöf varðandi náms- og starfsval
- veitir upplýsingar um nám og störf
- veitir ráðgjöf vegna námserfiðleika
- veitir aðstoð vegna hljóðbóka og annarrar tækni sem nýtist í námi
- veitir ráðgjöf vegna árangursríkra vinnubragða í námi
- aðstoðar nemendur við að skipuleggja nám sitt
- leiðbeinir við gerð ferilskrár og atvinnuumsókna
- aðstoðar nemendur við úrlausnir persónulegra mála
- hefur milligöngu um skólahjúkrun