Tölvukerfi MÍ
Rekstraraðili tölvukerfa MÍ er tölvufyrirtækið Snerpa á Ísafirði. Snerpa sér um tölvu- og netkerfi skólans, þráðlausar nettengingar, viðhald á tölvubúnaði, rekstur Moodle og hýsingu vefsíðu.
Það er mikilvægt vegna allra samskipta við nemendur að þeir séu með eigið tölvupóstfang og upplýsingar um það séu til staðar í Innu. Fyrir gleymd lykilorð skal hafa samband við ritara skólans, elin@misa.is
INNA
Nemendaskráningarumhverfið kallast INNA og er sameiginlegt með framhaldsskólum á Ísland. Í INNU má finna upplýsingar um skráningu nemenda, stundatöflur, einkunnir og ýmsar upplýsingar um nemendur sem starfsmenn skólans hafa aðgang að eftir því sem þörf krefur og þeir hafa heimild til. Hægt er að skrá sig inn á INNU með rafrænum skilríkjum, ÍSLYKLI eða Office 365 aðgangi.
Innu-leiðbeiningar
OFFICE 365
Allir nemendur hafa aðgang að Office 365. Lykilorðið að Office 365 er það sama og að Moodle. Lykilorð eru send í tölvupósti.
Office 365 leiðbeiningar
MOODLE
Námsumhverfi MÍ kallast MOODLE, þar er haldið utan um námsgögn og kennslu í hverjum áfanga. Nemendur fá úthlutað lykilorðum sem veita þeim aðgang að MOODLE.
TÖLVUUMSJÓN Í MÍ
Snerpa sér um alla tölvuumsjón. Nemendur í tölvuvandræðum geta sent póst á firma@snerpa.is eða hringt í síma 520 4015.