Umsjón nýnema

Umsjón nýnema

Umsjón er með nemendum á fyrsta ári. Hún varir í a.m.k. eina önn, en áframhald er á umsjón fyrir þá nemendur sem þurfa á auka stuðningi að halda með tilliti til námsárangurs og mætingar.

Umsjónarkennari fylgist með námsframvindu nemenda sinna og gerir náms- og starfsráðgjafa og forsjáraðilum viðvart ef mæting fer undir viðmið eða námsframvindu er á annan hátt ábótavant. Nemendur sjá nafn síns umsjónarkennara í INNU.

Umsjónarkennari heldur 1-2 einstaklingsfundi með hverjum umsjónarnemanda á önninni þar sem farið er yfir námsframvindu, mætingar og hvernig gengur í skólanum.

Ef umsjónarkennari telur að nemandi þurfi frekari aðstoð varðandi námsframvindu, líðan, mætingar o.fl. ber honum að vísa nemandanum til náms- og starfsráðgjafa. Sjá nánari verklag um umsjón í gæðahandbók skólans: Umsjón

 

 

 

Umsjónarkennarar á haustönn 2023:

Andrea Sigrún Harðadóttir andrea@misa.is

Hildur Halldórsdóttir hildur@misa.is

Kolbrún Fjóla Ármúla Arnarsdóttir kolbrunfa@misa.is

Kristján Sigurðsson kristjans@misa.is

Margrét Skúladóttir margrets@misa.is

Sólrún Geirsdóttir solrung@misa.is

Svavar Þór Guðmundsson svavar@misa.is