Upplýsingaskjár

Fjarvera kennara

 

20. nóvember

 

  • Ólöf Dómhildur er ekki í dag

  •  Sigurður Óskar er ekki í dag

Afgreiðslutími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga kl. 8:00 – 16:00

Föstudaga 08:00-13:00

Skrifstofan er lokuð í hádeginu frá 12.00 - 12:30

Viðvera bókavarðar

Bókavörður er við:

     mánudaga til fimmtudaga kl. 08 - 16
     föstudaga kl. 8 - 13

 

Endilega nýtið ykkur aðstoð bókavarðar á þessum tímum. 

Nemendur athugið

  • Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að rétt netföng séu skráð inn á Moodle.
  • Hægt er að leigja skáp hjá húsverði gegn vægu tryggingagjaldi.
  • Af gefnu tilefni er bent á að Menntaskólinn á Ísafirði tekur ekki ábyrgð á lausamunum nemenda.

Reglur um skólasókn: 

  • Nemendur eiga að mæta stundvíslega í allar kennslustundir samkvæmt stundatöflu.
  • Fjarvistir og seinkomur eru skráðar í INNU. Gefið er 1 fjarvistastig fyrir fjarveru í tíma og 0,33 fjarvistastig fyrir seinkomu. Seinkoma telst ef nemandi mætir eftir að viðveruskráning hefur farið fram. Fjarvist er skráð ef nemandi er ekki mættur þegar 15 mínútur eru liðnar af kennslustundinni. Virði nemandi ekki verkstjórn kennara í kennslustund er kennara heimilt að skrá fjarvist.
  • Nemendum ber að fylgjast með mætingarstöðu sinni í INNU. Forsjáraðilar hafa aðgang að sömu upplýsingum og auk þess eru fjarvistayfirlit send út þrisvar á önn. Nemendur skulu, ef þörf krefur, gera athugasemdir fyrir kl. 16 á mánudegi vegna viðveruskráningar liðinnar viku.
  • Öll veikindi og forföll þarf að tilkynna í gegnum INNU eða á misa@misa.is fyrir kl. 09:00 hvern virkan dag sem veikindi og forföll vara. Forsjáraðilar tilkynna veikindi og forföll nemenda yngri en 18 ára. 
  • Nemendur í fullu námi (25-33 einingar) fá eina einingu á önn fyrir skólasókn ef raunmæting er 95% eða meiri.
  • Þurfi nemandi að vera fjarverandi skal hann fyrirfram ræða við kennara um útfærslu náms á meðan á fjarveru stendur.

Hvernig líður þér?

Ef þér finnst stundum eins og lífið sé ekki þess virði að lifa eða þér finnst stundum eins og að

• Neikvæðar og óþægilegar hugsanir taki yfir hug þinn allan.

• Sársaukinn sé óbærilegur og óyfirstíganlegur.

• Það sé engin von og engin ástæða til að lifa.

• Líf fólks yrði auðveldara án þín.

• Þú sért einmana, jafnvel þó þú eigir vini og fjölskyldu.

• Þú skiljir ekki af hverju þessar hugsanir koma eða af hverju þér líður svona.

 

Þá er gott að muna að

• Það er hjálp til staðar fyrir þig.

• Það er í lagi að tala um sjálfsvígshugsanir. Það getur hjálpað þér að líða betur.

• Allir geta upplifað sjálfsvígshugsanir.

• Sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaði eru ekki merki um veikleika heldur mikla vanlíðan.

• Til er fólk sem vill og getur hjálpað þér. Það sem þú getur gert er að

• Tala við einhvern sem þú treystir (t.d. fjölskyldumeðlim, vin eða samstarfsfélaga).

• Tala við fagaðila (t.d. heimilislækni, hjúkrunarfræðing eða sálfræðing á heilsugæslu).

• Taka þátt í sjálfshjálparhópum á vegum samtaka á geðheilbrigðissviði.

• Hringja í 1717 eða Píetasímann 552-2218. • Hafa samband við netspjall heilsuvera.is eða 1717.is. Ef þú ert í bráðri hættu, hafðu strax samband við 112