Mánudagur 20. janúar
-
Ingibjörg Andrea er ekki í dag
-
Heiðrún Ólafs er ekki í dag
Ef þér finnst stundum eins og lífið sé ekki þess virði að lifa eða þér finnst stundum eins og að
• Neikvæðar og óþægilegar hugsanir taki yfir hug þinn allan.
• Sársaukinn sé óbærilegur og óyfirstíganlegur.
• Það sé engin von og engin ástæða til að lifa.
• Líf fólks yrði auðveldara án þín.
• Þú sért einmana, jafnvel þó þú eigir vini og fjölskyldu.
• Þú skiljir ekki af hverju þessar hugsanir koma eða af hverju þér líður svona.
Þá er gott að muna að
• Það er hjálp til staðar fyrir þig.
• Það er í lagi að tala um sjálfsvígshugsanir. Það getur hjálpað þér að líða betur.
• Allir geta upplifað sjálfsvígshugsanir.
• Sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaði eru ekki merki um veikleika heldur mikla vanlíðan.
• Til er fólk sem vill og getur hjálpað þér. Það sem þú getur gert er að
• Tala við einhvern sem þú treystir (t.d. fjölskyldumeðlim, vin eða samstarfsfélaga).
• Tala við fagaðila (t.d. heimilislækni, hjúkrunarfræðing eða sálfræðing á heilsugæslu).
• Taka þátt í sjálfshjálparhópum á vegum samtaka á geðheilbrigðissviði.
• Hringja í 1717 eða Píetasímann 552-2218. • Hafa samband við netspjall heilsuvera.is eða 1717.is. Ef þú ert í bráðri hættu, hafðu strax samband við 112