Upplýsingaskjár

Námslán

Námslán:

 • SÍF minnir á að umsóknarfrestur til að sækja um námslán fyrir haustönn er til og með 15.nóvember. Engar undantekningar eru gerðar á þeirri dagsetningu og því mikilvægt að þeir nemendur sem hyggjast sækja um námslán, en hafa ekki gert það nú þegar, sendi inn umsókn hið fyrsta. 

Óskilamunir

Hefur þú týnt einhverju?

Fullt af óskilamunum eru hjá ritara og í anddyri skólans.

Úr, lyklar, hálsmenn, föt...

 

Íþróttir utan skóla

Allir nemendur sem eru í íþróttum eða líkamsrækt utan skóla þurfa að skrá sig í áfangann íþróttir_utan_skóla_H18 á Moodle stutt heiti ÍÞRÓ-UTAN og skila þar upplýsingum um það sem þeir eru að gera sem skilaverkefni til að fá einingu fyrir íþróttir á þessari önn.

Kolbrún Fjóla Íþróttakennari

Viðvera bókasafnsvarðar

Bókasafnsvörður er við:

 • Mánudögum: 08:00-10:30 og 14:10-15:15
 • Þriðjudögum:   08:00-09:10 og 11:35-13:05 og 14:10-16:00
 • Miðvikudögum: 08:00-10:30 og 11:35-14:10 og 15:10-16:00
 • Fimmtudögum:  08:00-10:10 og 14:10-16:00
 • Föstudögum :    08:00-11:35 og 14:20-15:00

Endilega nýtið ykkur að koma á þeim tíma ef ykkur vantar aðstoð.

Facebook hópur fyrir ungmenni

Facebook-hópur fyrir ungmenni (14-25) ára í Ísafjarðarbæ

Hópurinn heitir Ungmenni í Ísafjarðarbæ

Endilega bætið ykkur í hópinn!

Rétt netföng

 • Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að rétt netföng séu skráð inn á Moodle.
 • MÍ netföngin sem eru óvirk skrást sjálfkrafa inn á Moodle.

Nemendur athugið

 • Að gefnu tilefni er bent á að Menntaskólinn á Ísafirði tekur ekki ábyrgð á lausamunum nemenda.
 • Hægt er að leigja skáp hjá húsverði gegn vægu tryggingagjaldi.

Moodle Mobile appið

 • Nú er hægt að nota Moodle Mobile appið til að skrá sig inn á Moodle námsvefinn.
 • Hægt er að sækja appið á Google Play fyrir Android eða í Tunes App Store fyrir iPhone/iPad.
 • Leiðbeiningar um hvernig á að skrá sig inn eru á heimasíðu skólans undir Þjónusta -> Tölvur og netkerfi -> Moodle Mobile leiðbeiningar.

Skólahjúkrunarfræðingur

Skólahjúkrunarfræðingur er við alla miðvikudaga frá kl. 10:00-11:30.

 

Skólahjúkrunarfræðingur MÍ er Ragnheiður Eiríksdóttir.Skólahjúkrunarfræðingur er með aðstöðu við hliðina á náms- og starfsráðgjafa. Hægt er að panta tíma hjá ritara eða með því að senda póst á ragnheidure@misa.is