Auglýsing um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar

21 ágú 2020

Auglýsing um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar

Auglýsingin var gefin út 20. ágúst 2020 og gildir til miðnættis 29. september 2020. 

5. gr. fjallar um framhaldsskóla:

5. gr.

Framhaldsskólar.

Í öllum byggingum framhaldsskóla er skólastarf heimilt að því tilskildu að nemendur og starfs­fólk geti haft minnst 1 metra fjarlægð sín á milli. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nándar­reglunni, svo sem í verklegri kennslu, listkennslu og klínísku námi, skal nota andlitsgrímu sem hylur munn og nef. Við þær aðstæður skal leitast við að bæði kennari og nemendur beri grímu.

Skipuleggja skal staðnám í framhaldsskólum þannig að hver nemandi umgangist sem fæsta ein­stak­linga. Dreifa skal nemendum á fasta innganga í skólabyggingu eftir því sem kostur er og skulu gangar vera ferðarými. Fastir hópar og bekkir skulu forðast svo sem framast er unnt blöndun við aðra nemendur.

Aðrir viðburðir sem ekki teljast til kennslu skulu ekki fara fram í skólabyggingum, svo sem málþing.

Við íþróttakennslu eru snertingar heimilar milli nemenda á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 1 metra nálægðartakmörkun í búningsklefum og á öðrum svæðum utan æfingasvæðis og keppnissvæðis.

Sameiginlegir snertifletir í kennslustofum framhaldsskóla skulu sótthreinsaðir milli nemenda­hópa. Jafn­framt skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti a.m.k. einu sinni á dag og þar skal jafn­framt lögð áhersla á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

 

Auglýsinguna í heild má lesa hér.

Til baka