Ný reglugerð komin út

16 apr 2021

Ný reglugerð komin út

Nú er komin út ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar og gildir hún til 5. maí. Henni fylgir lítil breyting hvað skólahald varðar:

  • Í stað 2 m fjarlægðartakmarkana má nú vera 1 m. Stólum og borðum í mötuneytinu hefur nú verið raðað í samræmi við það.

Áfram þarf að vanda allar sóttvarnir, spritta sig þegar komið er inn á ný svæði og alls staðar er grímuskylda. Nemendur þurfa áfram að sótthreinsa borð og stóla eftir kennslustundir í samstarfi við kennara.

 Nú eru aðeins 14 kennsludagar, fyrir utan 6 námsmatsdaga, eftir af önninni. Nú er bara að gefa í á lokametrunum, klára áfangana og halda sóttvarnirnar út. Við getum þetta!

Til baka