Upphaf vorannar

3 jan 2021

Upphaf vorannar

Kæru nemendur

Við í MÍ bjóðum ykkur velkomin í skólann á nýju ári. Ný reglugerð um skólastarf hefur tekið gildi sem hefur ýmsar jákvæðar breytingar í för með sér en ljóst er að hún mun falla úr gildi ef smitum fjölgar í samfélaginu. Óvissan við upphaf vorannar er því mikil. Það mun því reyna á okkur öll eins og áður að láta skólastarfið ganga - með hvaða hætti sem það verður. Saman munum við geta þetta!

 

Smellið hér til að lesa fréttabréf sem allir nemendur hafa fengið sent.

Til baka