Vikan 2. - 6. nóv. og ný reglugerð

1 nóv 2020

Vikan 2. - 6. nóv. og ný reglugerð

Nú er ljóst að við munum búa við hertar sóttvarnaraðgerðir til 17. nóvember.

Kennsla vikuna 2. - 6. nóv. í MÍ

Við munum halda áfram með allt bóknám á Teams. Eina breytingin verður sú að frá og með morgundeginum, 2. nóv., verður NÁSS einnig eingöngu kennt á TEAMS.

Kennsla í verknámi verður að mestu óbreytt, nemendur fá upplýsingar frá kennurum um fyrirkomulag. 

Kennsla á starfsbraut helst óbreytt.


Einstaka nemendur þurfa að mæta skv. stundatöflu nema annað komi fram frá kennurum á Moodle. Það eru nemendur í eftirtöldum áföngum:

• EFNA3EJ05 stofa 7, kennari: Jónas Þór Birgisson
• KVMG1IK05 stofa 10-12, kennari: Einar Þór Gunnlaugsson
• TÓNL1HS05 stofa 8, kennari: Andri Pétur Þrastarson

Nú sem áður er mikilvægt að sinna persónubundnum sóttvörnum. Alls staðar þarf að halda 2 metra fjarlægð og grímuskylda er áfram í skólanum.

Nú er ljóst að um langhlaup er að ræða. Við getum þetta öll saman, förum varlega, og hugsum vel um okkur og alla í kringum okkur.

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við skólann.

Gangi ykkur öllum vel í komandi kennsluviku.

-------------------------------------------------------------------------------------

Ný reglugerð um skólahald hefur verið gefin út, að kvöldi 1. nóvember. Hana er að finna HÉR 

Um framhaldsskólana segir:

Framhaldsskólar og menntastofnanir sem kenna á framhaldsskólastigi:

Skólastarf er heimilt ef nemendur og starfsfólk geta haft minnst 2 metra fjarlægð sín á milli og fjöldi nemenda og starfsmanna fer ekki yfir 10 í hverju rými. Í áföngum á fyrsta námsári mega allt að 25 einstaklingar deila sama rými, svo fremi sem tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga er tryggð. Blöndun nemenda milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa.

Í sameiginlegum rýmum, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að notast sé við andlitsgrímu.

Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nálægðartakmörkun, svo sem í verklegri kennslu, listkennslu, klínísku námi og kennslu nemenda á starfsbrautum, skulu nemendur, sé þess kostur, og kennarar nota andlitsgrímu.

Aðrir viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skólabyggingum. Takmarka skal gestakomur í skólabyggingar.

Heimilt er að halda þýðingarmikil próf fyrir allt að 30 einstaklinga í vel loftræstum rýmum, að uppfylltri 2 metra nálægðartakmörkun og ýtrustu sóttvarnaráðstöfunum.

------------------------------------------------------------------------------------

Til baka