Að búa til eitthvað sem býr til (næstum) hvað sem er

13 maí 2024

Að búa til eitthvað sem býr til (næstum) hvað sem er

1 af 3

Svavar Konráðsson, kennari í nýsköpunargreinum og verkefnastjóri í Fab Lab situr ekki auðum höndum þessa önnina. Ásamt því að kenna nemendum MÍ nýsköpun og Fab Lab tækni stundar hann sjálfur nám við MIT háskólann í Boston. Þar situr hann námskeið um hvernig má búa til tæki sem býr til (næstum) hvað sem er.

Síðastliði vor lauk Svavar 6 mánaða alþjóðlegu Fab Academy  námi  í stafrænni framleiðslutækni þar sem lögð er áhersla á virka þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. Námið er kennt af Neil Gershenfeld prófessor hjá MIT háskólanum í Boston en er opið hverjum sem er. Áhugasamir nemendur geta tekið Fab Academy í Fab Lab smiðjunni á Ísafirði. Lokaverkefni Svavars í Fab Academy vakti mikla athygli og í kjölfarið var honum boðið að taka þátt í öðru námskeiði hjá Neil sem alla jafna stendur aðeins fullgildum MIT nemendum til boða.

Þátttaka í slíku námskeiði er frábært tækifæri til að læra af þeim fremstu í heimi þegar kemur að tækni og vísindum og hyggst Svavar nýta sína reynslu beint inn í kennslu nemenda í Fab Lab smiðjunni. Nánar má fræðast um verkefni Svavars í námskeiðinu hér:

Svavar Konradsson - How to Make Something that Makes (almost) Anything (mit.edu)

Til baka