Árshátíð NMÍ

19 feb 2008

Árshátíð NMÍ

Árshátíð skólans var haldin í Edinborgarhúsinu 15. febrúar s.l. Nemendur og kennarar skólans komu saman í sínu fínasta pússi og snæddu veislumat sem framreiddur var af veitingamönnum veitingastaðarins Við Pollinn. Að sögn Helgu Guðrúnar formanns NMÍ voru um 120 manns á borðhaldinu. Að vanda voru ýmis skemmtiatriði á boðstólum m.a. frá kennurum auk þess sem nemendur frumsýndu nýja árshátíðarmynd þar sem litið var 20 ár fram í tímann. Allt fór þetta fram undir styrkri stjórn veislustjórans Kristjáns Freys Halldórssonar bóksala með meiru. Að loknu borðhaldi var haldinn dansleikur þar sem DJ Páll Óskar sá um að halda uppi fjörinu. Myndir af árshátíðinni er að finna á heimasíðu NMÍ

Til baka