Brautskráning 16. desember 2016

19 des 2016

Brautskráning 16. desember 2016

Frá vinstri: Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Nökkvi Harðarson, Sigríður Halla Halldórsdóttir, Aron Svanbjörnsson, Auðun Jóhann Elvarsson, Rafn Pálsson, Þorsteinn J. Tómasson, Heiðrún Tryggvadóttir áfangastjóri og Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari.
Frá vinstri: Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Nökkvi Harðarson, Sigríður Halla Halldórsdóttir, Aron Svanbjörnsson, Auðun Jóhann Elvarsson, Rafn Pálsson, Þorsteinn J. Tómasson, Heiðrún Tryggvadóttir áfangastjóri og Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari.
1 af 6
Föstudaginn 16. desember s.l. voru 13 nemendur brautskráðir frá skólanum við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju. Alls luku fjórir nemendur stúdentsprófi, þrír af félagsfræðabraut og einn af viðskipta-og hagfræðibraut. Þá voru í fyrsta sinn útskrifaðir skipstjórar með B-réttindi (að 45 metrum). Alls luku 9 skipstjórar prófi með B-réttindi. Við athöfnina fluttu þau Madis Mäekalle, Matilda Mäekalle og Orri Daniel Llorens tónlist og verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur.

Til baka