Fjölbreytt verkefni á vísindadögum

8 nóv 2018

Fjölbreytt verkefni á vísindadögum

Vísindadagar voru haldnir í skólanum 6. og 7. nóvember, en sambærilegir dagar hafa verið á dagskrá haustanna frá árinu 2014. Nemendur kynntu afrakstur vinnu sinnar á önninni á fjölbreyttan hátt. Verkefnin báru hugmyndaauðgi og sköpunargleði nemendanna gott vitni en þau voru sett fram á ýmsan hátt, bæði hefðbundinn og óhefðbundinn. Þannig má nefna fyrirlestra, sýningar og veggspjöld. En einnig frumsamda tónlist, ljóð, smásögur, heimasíður stuttmyndir, instagram sögur o.fl. Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af því sem var í boði að þessu sinni. Nemendum og kennurum eru færðar kærar þakkir fyrir áhugaverða og skemmtilega dagskrá.

Til baka