Fyrirkomulag vikuna 7. - 11. september

6 sep 2020

Fyrirkomulag vikuna 7. - 11. september

Kennaraborð á Covid tímum
Kennaraborð á Covid tímum

Síðasta vika í MÍ gekk vel. Því er auðvitað fyrst og fremst að þakka samstilltu átaki nemenda og starfsfólks til að láta skólastarf í skugga Covid 19 ganga upp.

Við byrjum þessa viku eins og síðasta vika endaði; með fjórum sóttvarnarrýmum, áherslu á að spritta sig þegar komið er inn í nýtt rými, 1m fjarlægðarmörk og engar hópamyndanir hvorki í Gryfjunni né annars staðar. Kennt verður samkvæmt stundatöflu og rétt stofunúmer er að finna í stundatöflum í Innu. 

Mögulega verða ný tilmæli um skólahald gefin út til framhaldsskóla á mánudaginn, 7. september. Þá munum við gera ráðstafanir samkvæmt þeim og þið verðið upplýst um það. Áfram er okkar sameiginlega markmið að halda skólanum opnum.

Við vekjum athygli á ferli MÍ vegna Covid-19 smits eða gruns um smit. 

Smellið hér. 

Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband við skólann á misa@misa.is eða 450-4400.

Til baka