Heimsleikar Special Olympics í Abu Dhabi - Þorsteinn Goði keppir í badminton

20 mar 2019

Heimsleikar Special Olympics í Abu Dhabi - Þorsteinn Goði keppir í badminton

1 af 2

Þorsteinn Goði Einarsson nemandi á 1. ári í MÍ er núna staddur í mikilli ævintýraferð í Abu Dhabi þar sem hann tekur þátt í heimsleikum Special Olympics. Þorsteinn Goði keppir fyrir hönd íþróttafélagsins Ívars ásamt félaga sínum úr Bolungarvík Guðmundi Kristni Jónassyni. Þeir keppa í tvíliðaleik í badminton og þjálfari þeirra er Jónas L. Sigursteinsson er með þeim í Abu Dhabi. Keppni er hafin og hafa drengirnir mátt þola töp en einnig unnið sigra. Þeim er óskað innilega til hamingju með árangurinn. Öll ferðin er mikil upplifun og má fylgjast með ævintýrum þeirra í myndum á instagram síðunni: itr_ivar_abu_dhabi

Íslenski hópurinn á heimsleikunum hefur nú dvalið ytra í nær tvær vikur við undirbúning og keppni. Íþróttasamband fatlaðra er með fréttir af hópnum inn á sínum síðum: Snapchat (ifsport) og Instagram (npciceland) sem og á Facebook-síðu sambandsins.

Til baka