Heimsókn forseta Íslands

14 nóv 2011

Heimsókn forseta Íslands

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímson heimsótti skólann á dögunum. Í fylgd með forsetanum voru forsetaritari og fulltrúar frá samtökum iðnaðarnins. Forsetinn og fylgdarlið skoðuðu skólann og heilsuðu m.a. upp á nemendur í tréiðngreinum og málmiðngreinum. Tilgangur heimsaóknarinnar var fyrst og fremst að ræða við nemendur og starfsfólk um tengsl náms og atvinnulífs og þau fjölbreyttu störf sem standa til boða í hinum ýmsu greinum iðnaðar. Nemendum var einnig sýnt myndband sem fjallar um nýsköpun og tækifæri í iðnaði. Forsetinn ávarpaði nemendur og vakti meðal annars athygli á mikilvægi verknáms og að skil á milli þess og bóknáms væru of mikil. Gestirnir lýstu ánægju sinni með það gróskumikla starf sem fram fer í skólanum og þau miklu og góðu tengsl sem skólinn hefur við atvinnulíf og fyrirtæki í bænum. Myndir frá heimsókninni eru komnar innn á myndasíðuna.

Til baka