Opnun Guðmundarsmiðju

22 jan 2013

Opnun Guðmundarsmiðju

Þann 4. janúar síðastliðinn var nýsköpunarsmiðjan (Fab-Lab) sem staðsett er í húsnæði MÍ opnuð með viðhöfn. Smiðjunni var gefið nafnið Guðmundarsmiðja til heiðurs Guðmundi Þór Kristjánssyni vélstjórnarkennara við Menntaskólann á Ísafirði. Guðmundur var frumkvöðull að stofnun nýsköpunarsmiðju á Ísafirði, en hann lést árið 2010 langt fyrir aldur fram. Sonur Guðmundar heitins, Þórir Guðmundsson, afhjúpaði minningarskjöld um Guðmund ásamt Jóni Reyni skólameistara. Meira er hægt að lesa um opnun smiðjunnar á heimasíðu bb.is.

Til baka