Setning Sólrisuvikunnar 2023

24 feb 2023

Setning Sólrisuvikunnar 2023

Sólrisuvikan er fastur liður í dagskrá MÍ. Í þessari viku er nemendafélagið með margt skemmtilegt eins og sjá má í fyrri frétt.

Í dag, 24. febrúar, var Sólrisuvikan sett með árlegri skrúðgöngu nemenda sem gengu fylktu niður á hringtorg, fögnuðu og fóru í Hókí pókí. Því næst var haldið aftur í skólann, Sólrisan sett með formlegum hætti og sýnt brot úr söngleiknum Rocky Horror sem leikfélag MÍ setur upp.

Gleðilega Sólrisuviku 

Til baka