Sólrisuhátíðin í fullum gangi

1 mar 2010

Sólrisuhátíðin í fullum gangi

Sólrisuhátíðin sem sett var sl. föstudag er nú í fullum gangi. Nú þegar hefur Túskildingsóperan verið sýnd þrisvar en 4. sýning er þriðjudaginn 2. mars kl. 20:00. Margir viðburðir eru á dagskrá næstu daga og eru þeim gerð góð skil á síðunni solrisa.is. Í dag verður t.d. trommusólókeppni í löngu frímínútunum og svo kemur Þorsteinn Guðmundsson og sprellar á sal í kl. 12.30 á hádegi. Í kvöld verður svo uppistand í MÍ en þá kemur fram uppistandshópurinn Mið Ísland. Miðaverð á þann atburð er 700 krónur fyrir félaga í NMÍ en 1000 krónur fyrir aðra. Á morgun þriðjudag verður mjólkurdrykkjukeppni í löngu frímínútunum og í hádeginu kemur Bubbi Morthens fram á sal skólans. Áfram verður fjallað um viðburði vikunnar hér á síðunni bæði í fréttum og á atburðardagatali en einnig er áhugasömum bent á að skoða vefinn solrisa.is

Til baka