Valtímabil fyrir vorönn 2021 er hafið

22 okt 2020

Valtímabil fyrir vorönn 2021 er hafið

Kæru nemendur

nú er komið að vali fyrir vorönn 2021.

Valið en valið sjálft fer fram í gegnum INNU.

Allir nemendur í dagskóla sem ætla að halda áfram námi þurfa að velja áfanga fyrir næstu önn. Ekkert val þýðir engin stundatafla! Nemendur þurfa að velja 1 áfanga í varaval.

Fjarnemendur sem ætla að halda áfram fjarnámi við skólann og borga fyrir fjarnámið geta líka valið áfanga.

Kynning á valinu verður í boði í á Teams, í upphafi fundartíma fimmtudaginn 24. október og í framhaldi verður boðið upp á aðstoð við valið. Nýnemar fá aðstoð við valið í NÁSS1NN03. Allir nemendur geta auk þess fengið aðstoð við valið hjá áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa. Hægt er að panta tíma hjá ritara eða með því að smella hér.

Væntanleg útskriftarefni: Nemendur sem ætla að útskrifast í maí 2021 þurfa að panta tíma hjá áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa til að fara yfir valið. Hægt er að panta tíma hjá ritara eða með því að smella hér.

Dagskólanemendur sem ætla ekki að vera við nám á haustönn þurfa að láta áfangastjóra vita (heidrun@misa.is)

Allar frekari upplýsingar um fyrirkomulag vals og áfanga í boði er að finna hér:

HÉR

Til baka