Vísindadagar

12 nóv 2019

Vísindadagar

1 af 3

Á miðvikudaginn 13. og fimmtudaginn 14. nóvember eru Vísindadagar í MÍ en þá fellur hefðbundin kennsla niður og nemendur kynna margvísleg verkefni fyrir samnemendum sínum og starfsfólki. Að þessu sinni verða einnig fjölbreyttar kynningar frá rannsóknarsamfélagi Vestfjarða. Dagskráin hefst með setningu kl. 8.10 í Gryfju á morgun, miðvikudag og eins og sjá má hér er dagskráin metnaðarfull og margt áhugavert í boði. Ávextir verða í boði í löngu frímínútum og skúffukaka við lokaathöfn. Á lokaathöfn verða verðlaun veitt fyrir kynningar, en einnig fyrir vísindagetraun sem verður í gangi á meðan á kynningum stendur.

Góða skemmtun!

Til baka