Menntaskólinn á Ísafirði
Menntaskólinn á Ísafirði var stofnaður árið 1970. Skólinn starfar eftir áfangakerfi og býður upp á fjölbreytt námsframboð á bóknáms-, verknáms- og starfsnámsbrautum. Nemendur skólans eru rúmlega 500 og stunda nám í dagskóla og í dreif- og fjarnámi.