- Nemendur eiga að mæta stundvíslega í allar kennslustundir samkvæmt stundatöflu.
- Fjarvistir og seinkomur eru skráðar í INNU. Gefið er 1 fjarvistastig fyrir fjarveru í tíma og 0,33 fjarvistastig fyrir seinkomu. Seinkoma telst ef nemandi mætir eftir að viðveruskráning hefur farið fram. Fjarvist er skráð ef nemandi er ekki mættur þegar 15 mínútur eru liðnar af kennslustundinni. Virði nemandi ekki verkstjórn kennara í kennslustund er kennara heimilt að skrá fjarvist.
- Nemendum ber að fylgjast með mætingarstöðu sinni í INNU. Forsjáraðilar hafa aðgang að sömu upplýsingum og auk þess eru fjarvistayfirlit send út þrisvar á önn. Nemendur skulu, ef þörf krefur, gera athugasemdir fyrir kl. 16 á mánudegi vegna viðveruskráningar liðinnar viku.
- Öll veikindi og forföll þarf að tilkynna í gegnum INNU eða á misa@misa.is fyrir kl. 09:00 hvern virkan dag sem veikindi og forföll vara. Forsjáraðilar tilkynna veikindi og forföll nemenda yngri en 18 ára.
- Nemendur í fullu námi (25-33 einingar) fá eina einingu á önn fyrir skólasókn ef raunmæting er 95% eða meiri.
- Þurfi nemandi að vera fjarverandi skal hann fyrirfram ræða við kennara um útfærslu náms á meðan á fjarveru stendur.