Kæru nemendur
Það er ljóst að næstu mánuði munum við þurfa að lifa með mismiklum samkomutakmörkunum vegna Covid 19.
Því þarf að skipuleggja skólastarf miðað við þá staðreynd og í samræmi við þær takmarkanir sem framhaldsskólum eru settar.
Í þessu ljósi hefur skólabyrjun verið breytt hjá hluta eldri nemenda sem hefja námið fyrstu tvo dagana í fjarnámi. Nemendur í dreif- og fjarnámi fá sérstakar upplýsingar eftir helgi.
Skólabyrjun verður sem hér segir:
Þriðjudagurinn 18. ágúst kl. 11:00-13:00
Sérstök kynning fyrir nýnema á skólastarfinu. Kynningin fer fram í Gryfjunni og í lok hennar verður nemendum boðið að borða í mötuneyti skólans.
Miðvikudagurinn 19. ágúst kl. 11:00-13:00
Nýnemar og aðrir nemendur sem eru að hefja nám við skólann fá kynningu á helstu tölvukerfum sem notuð eru í skólastarfinu, s.s. INNU, Moodle og Office 365. Nemendur sem eiga fartölvur eru hvattir til að mæta með þær en einnig er hægt að fá lánaðar fartölvur á skrifstofu skólans. Athugið að mötuneyti skólans er opið.
Fimmtudagurinn 20. ágúst
Kennsla nýnema, starfsbrautar og verknámsnemenda verður skv. stundaskrá í skólahúsnæðinu. Nánara fyrirkomulag verður kynnt þegar nær dregur. Eldri nemendur í dagskóla hefja námið í fjarnámi. Athugið að mötuneyti skólans er opið.
Föstudagurinn 21. ágúst
Kennsla nýnema, starfsbrautar og verknámsnemenda verður skv. stundaskrá í skólahúsnæðinu. Nánara fyrirkomulag verður kynnt þegar nær dregur. Eldri nemendur í dagskóla hefja námið í fjarnámi. Athugið að mötuneyti skólans er opið.
Mánudagurinn 24. ágúst
Kennsla allra dagskólanemenda í skólahúsnæðinu, nánara fyrirkomulag verður kynnt þegar nær dregur. Mötuneytið opið.
Sóttvarnir og umgengni:
Nemendur í bóknámshúsi nota aðaldyr á neðri hæð skólans sem merktar eru inngangur og útgangur.
Verknámsnemendur ganga inn um aðalinngang verknámshúss. Allir þurfa að spritta sig við inngöngu í skólahúsnæðið og aftur þegar þeir fara inn í skólastofur.
Mikilvægt er að nemendur sem eru með einhver flensulík einkenni komi ekki í skólann og tilkynni það á misa@misa.is og fari að tilmælum sóttvarnarlæknis þ.e. að halda sig heima og skrá sig í sýnatöku. Nemendur í sóttkví eða einangrun þurfa að tilkynna það strax til skólans.
Vegna mötuneytis:
Mötuneyti skólans verður opið með ákveðnum takmörkunum. Verðskráin er sem hér segir (á ekki við um heimavistarbúa):
Annarkort kr. 68.000, hægt er að skrá sig í annaráskrift hér https://form.jotform.com/202264484981360
10 miða kort kr. 9.000, hægt að kaupa hjá ritara á skrifstofu skólans
Stakur miði kr. 1.100, hægt að kaupa hjá ritara á skrifstofu skólans
Við vekjum athygli á að nú hefur verið opnað fyrir stundatöflu í INNU og þar má einnig finna bókalista.
-------------------------------------------------------------------------------------------
Auglýsing stjórnarráðs um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
Nándarregla hefur verið útfærð fyrir skólastarf en hún felur í sér að nemendum og starfsfólki í framhalds- og háskólum ber að tryggja að minnsta kosti eins metra bil sín í milli í skólastarfi í stað tveggja metra reglunnar. Hið sama á við um kennara og annað starfsfólk í leik- og grunnskólum. Hins vegar líkt og áður eru engin fjarlægðarmörk í gildi fyrir nemendur á leik- og grunnskólaaldri.
Eftir sem áður þurfa stjórnendur skóla að tryggja að hámarksfjöldi fullorðinna einstaklinga í sama rými fari ekki yfir 100. Einnig þarf starfsfólk og nemendur skóla að fylgja almennum sóttvarnarreglum og er lögð áhersla á að sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti minnst einu sinni á dag.