Upphaf skólastarfs á haustönn

18 ágú 2021

Upphaf skólastarfs á haustönn

Við upphaf haustannar eru eftirfarandi sóttvarnir í gangi:

  • SMITRAKNINGARAPPIÐ - VERTU MEÐ APPIÐ Í SÍMANUM
    • Við biðjum alla nemendur um að vera með rakningarappið c-19 í símanum. Appið má nálgast í App Store eða Google play.
  • HÆGRI REGLAN
    • Höldum okkur hægra megin á göngunum.
  • GRÍMUSKYLDA
    • Það er erfitt að tryggja 1m fjarlægðarregluna í skólanum svo við notum grímur - nema í kennslustundum.
  • HANDÞVOTTUR/SPRITT
    • Mikilvægt er að huga vel að smitvörnum. Allir þurfa að þvo sér vel um hendur með sápu/spritta áður en kennsla hefst. Spritt er við kennslustofur sem allir hafa aðgang að.

  • SNERTUM SEM MINNST
    • Mikilvægt er að hafa snertifleti sem fæsta svo vinsamlegast ekki snerta neitt sem er óþarfi að snerta.

  • VEIK/UR VERTU HEIMA
    • EKKI mæta í skólann ef þú ert með einhver flensulík einkenni, sama hversu lítil þau eru. Hafðu þá samband við heilsugæsluna s. 4504500 og fáðu að fara í sýnatöku.
  • TILKYNNA VEIKINDI
    • Veikindi skal tilkynna eins og áður í gegnum INNU eða á netfangið misa@misa.is  

      Nemendur sem þurfa að fara í sóttkví eða einangrun þurfa að tilkynna um það á netfangið misa@misa.is

Til baka