Vikan 30. nóv. - 4. des.

30 nóv 2020

Vikan 30. nóv. - 4. des.

Kæru nemendur,

nú er bara ein og hálf kennsluvika eftir af önninni og þá taka við sex námsmatsdagar. 

Fyrirkomulag skólastarfsins sem kynnt var í síðustu viku gildir til annarloka:

Vinnustofur nýnema í bóknámi og NÁSS verða á þriðjudag og fimmtudag í skólanum. 

NEMENDUR Í BÓKNÁMI: Bóknám verður áfram í fjarkennslu á Teams en kennarar láta nemendur vita með fyrirvara ef einhverjar kennslustundir verða í skólahúsnæðinu.

NEMENDUR Í VERKNÁMI: Verknámskennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

NEMENDUR Á STARFSBRAUT: Starfsbrautarkennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

Bókasafnið í skólanum verður opið út önnina. Geta nemendur nýtt sér þjónustu safnsins í samráði við safnvörð sem verður á staðnum. Fjöldatakmarkanir og reglur um sóttvarnir gilda á bókasafninu eins og í skólanum og er mikilvægt að allir fylgi þeim.

Nemendaþjónusta við nemendur er með sama sniði og verið hefur. Nemendur geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóra HÉR. Við hvetjum nemendur til að leita til námsráðgjafa með allt sem snýr að náminu.

SÓTTVARNIR: Allir þurfa að huga að sínum persónubundnu sóttvörnum. Nauðsynlegt er að spritta sig við komuna inn í skólahúsnæðið og grímuskylda er þegar ekki er hægt að tryggja 2 m fjarlægðarmörk.

 

Gangi ykkur öllum áfram vel

og endilega hafið samband við skólann ef það eru einhverjar spurningar.

Þessi skrítna önn er alveg að verða búin! 

 

Til baka