8 nóv 2024
Áttundi nóvember er ár hvert helgaður baráttunni gegn einelti. Í tilefni þess héldu þrír nemendur, þau Jón Gunnar, Kristján Hrafn og Sæunn Lív, kynningu fyrir nemendur um hvað ofbeldi og einelti er og hversu víðtækar og alvarlegar afleiðingar það getur haft. Í kynningu sinni komu þau inn á sameiginlega ábyrgð allra í skólanum á því að skapa góða skólamenningu þar sem pláss er fyrir alla og hvöttu samnemendur til að þess að tilkynna allt ofbeldi og einelti sem þau verða vör við. Það má t.d. gera í gegnum ábendingahnapp á heimasíðunni www.misa.is. Í gæðahandbók skólans er að finna upplýsingar um stefnu skólans, aðgerðir og viðbrögð við einelti og ofbeldi, sjá hér.