5 okt 2020
Menntaskólinn á Ísafirði fagnaði 50 ára afmæli þann 3. október sl.
Birgir Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar heimsótti skólann í tilefni afmælisins og færði skólanum góðar kveðjur og blómvönd frá Ísafjarðarbæ. Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari og Heiðrún Tryggvadóttir áfangastjóri veittu viðtöku fyrir hönd skólans.
Haldið var upp á afmæli skólans rafrænt yfir afmælishelgina með frumsýningu á afmælismyndbandi um skólann. Fékk myndbandið gríðarlega góðar viðtökur frá núverandi og fyrrverandi nemendum, starfsmönnum og öðrum velunnurum skólans með góðum kveðjum.
Við þökkum kærlega fyrir allar hlýju og góðu afmæliskveðjurnar í tengslum við þessi tímamót í sögu skólans.