12 jan 2022
Það er gaman þegar tækifæri gefst til að fylgjast með því hvað fyrrum nemendur skólans eru að fást við. Rán Kjartansdóttir sem lauk stúdentsprófi frá MÍ í desember s.l. er í viðtali í sérblaði Fréttablaðsins um skóla og námskeið sem kom út í dag. Rán náði mjög góðum árangri á stúdentsprófi en hún hlaut meðaleinkunnina 9,37. Einstaklega áhugavert viðtal við Rán þar sem hún ræðir meðal annars styttingu á námi til stúdentsprófs og segir frá upphlut og peysufötum sem hún saumaði á þjóðbúninga saumanámskeiði í MÍ. Við óskum Rán góðs gengis í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
Hér er hlekkur á blaðið og viðtalið er á blaðsíðu 14.