6 feb 2018
Í dag, 6. febrúar, er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Slagorð dagsins í ár er: Sköpum, tengjum og deilum virðingu: betra net byrjar hjá þér! Það er verkefni okkar allra að sameinast um að gera netið betra og við hvetjum nemendur til að hafa slagorð netöryggisdagsins í huga - alltaf þegar þeir eru á netinu.
SAFT, samfélag, fjölskylda og tækni heldur úti heimasíðu, www.saft.is, en á henni er að finna heilræði fyrir foreldra og leiðbeiningar um örugga netnotkun barna sem gott getur verið að kynna sér.