Auglýst eftir módeli

7 okt 2024

Auglýst eftir módeli

Menntaskólinn á Ísafirði leitar að módeli í tímabundið verkefni sem felur í sér að sitja fyrir í myndlistartíma. Um er að ræða eftirfarandi tímasetningar:

28. október kl. 9-11:45
11. nóvember kl. 9-11:45
18. nóvember kl. 9-11:45

Viðkomandi þarf að sitja fyrir í 15-20 mínútur í senn án fata eða í sundfötum og vera fær um að sitja kyrr og starfa í skapandi umhverfi listkennslu. Greitt er samkvæmt taxta Myndlistarskóla Reykjavíkur. Áhugasamir geta haft samband við skólann á netfangið misa@misa.is.


Til baka