Beactive - Evrópska íþróttavikan

23 sep 2024

Beactive - Evrópska íþróttavikan

Í dag hófst evrópska íþrótta- og hreyfivikan sem merkt er myllumerkinu #BeActive. Markmið vikunnar er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu. Íþrótta- og hreyfivikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Nemendur og starfsfólk MÍ fá m.a. frítt í Stöðina - heilsurækt og næstu daga verður bryddað upp á ýmsum viðburðum hér í skólanum sem hvetja okkur til meiri hreyfingar í daglegu lífi. Kolbrún Fjóla íþróttakennari hefur haldið utan um dagskrána og nánari upplýsingar má finna hér: Beactive 2024

Til baka