20 des 2013
Í dag, 20. desember kl. 13 verður útskriftarathöfn í Ísafjarðarkirkju. Þá verða sjö nemendur brautskráðir frá skólanum, einn sjúkraliði og sex stúdentar, tveir af náttúrufræðibraut og fjórir af félagsfræðabraut. Einnig munu 20 nemendur sem lokið hafa viðbótarnámi í vélgæslu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samvinnu við MÍ, fá afhent skírteíni sín. Við athöfnina mun Skólakórinn syngja nokkur lög undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur og við undirleik Péturs Ernis Svavarssonar. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.