Brautskráning

21 des 2023

Brautskráning

Miðvikudaginn 20. desember fór fram brautskráning frá Menntaskólanum á Ísafirði. Athöfnin fór fram í Ísafjarðarkirkju og var henni jafnframt streymt af Viðburðastofu Vestfjarða.

Á haustönn voru 448 nemendur skráðir í nám við skólann. Alls voru 184 nemendur í dagskóla og þar af 57 nýnemar. Aðrir nemendur stunduðu dreifnám eða fjarnám. Nemendahópurinn okkar er mjög fjölbreyttur. Yngsti nemandinn er 14 ára og sá elsti 65 ára. Margir nemendur eru með annan tungumála- og menningarbakgrunn en íslenskan og í dagskóla er hlutfall þeirra 25%. Um helmingur dagskólanemenda skólans stundar nám á starfs- eða verknámsbrautum og er það svipað hlutfall og undanfarnar annir.

Alls brautskráðust 32 nemendur frá skólanum að þessu sinni. Af þeim voru 5  dagskólanemendur, 16 dreifnámsnemendur og 11 nemendur í fjarnámi með MÍ sem heimaskóla.

Nemendurnir 32 útskrifuðust af 13 námsbrautum:

  • 1 nemandi úr grunnnámi rafiðngreina 
  • 6 nemendur úr húsasmíði
  • 3 nemendur úr iðnmeistaranámi 
  • 1 nemandi af sjúkraliðabraut
  • 1 nemandi af sjúkraliðabrú
  • 1 nemandi af skipstjórnarbraut A 
  • 3 nemendur af skipstjórnarbraut B
  • 1 nemandi úr stálsmíðanámi 
  • 1 nemandi með viðbótarnám við smáskipanám 
  • 18 nemendur með stúdentspróf (4 af félagsvísindabraut, 1 af náttúruvísindabraut, 8 af opinni stúdentsbraut og 4 með stúdentspróf af fagbraut) 
     

Fimm nemendur fengu verðlaun við brautskráninguna:

Baldur Freyr Gylfason hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í grunnnámi rafiðna. Fríða Ástdís Steingrímsdóttur hlaut verðlaun fyrir seiglu í námi. Jón Karl Ngosanthiah Karlsson hlaut verðlaun fyrir góða þátttöku í félagsstörfum. Lára Ósk Pétursdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur. Robera Soparaite hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í húsasmíðanámi.

Við óskum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann og þökkum þeim ánægjulega samfylgd á námsárum þeirra í MÍ.

Til baka